<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 26, 2003

Þá erum við komin aðeins nær ykkur í tíma hér í Kaupmannahöfn. Klukkan var færð aftur um klukkutíma klukkan 3 í nótt. Alltaf gaman að græða klukkutíma!

fimmtudagur, október 23, 2003

Brrrr..... það var nístandi kuldi í dag! Fórum í skólann á hádegi og það var þolanlegt að hjóla þar sem sólin náði að hita mann upp á milli skugga en á leiðinni heim nísti inn að mergi og beini!

Ívar fór í klippingu áðan. Hann tók áhættu og fór á hárgreiðslustofuna Selmu og það kom bara mjög vel út. Ég veit hins vegar ekki hvort ég hætti mér í þetta. Hugsa að ég þrauki fram að jólum þar sem ég fór í klippingu á Mojo heima og er búin að panta um jólin. Pínulítið "sick" en ég veit að ég er ekki ein um þetta.

Gleymdi að segja þeim sem voru með mér í MR að ég rakst á engan annan en Guðbjart efnafræðikennara í skólanum um daginn. Heilsaði honum með virktum, fannst einhvern veginn að hann hlyti að muna eftir mér en þessir kennarar eiga kannski soldið erfitt með að muna eftir öllum nemendunum. Hann var hins vegar of kurteis til að segja það og við spjölluðum aðeins. Mér sýndist hann ennþá vera í rauðu v-hálsmálspeysunni sinni og gott ef handahreyfingarnar voru ekki enn til staðar;)

Yfir og út

miðvikudagur, október 22, 2003

Jæja gott fólk. Nú heimta ég bara tölvupóst frá vinum mínum sem fyrst. Ég veit að þið skoðið þessa síðu og fáið allt að vita um okkur en þar sem þið eruð fá með blogg þá fæ ég ekkert að vita um ykkur. Fáið ykkur annað hvort bloggsíðu eða skrifið tölvupóst (svana78@mi.is) pronto!!

Þetta á reyndar ekki við um Kris, sem sendir mér reglulega fréttir af hjónasælunni:)

þriðjudagur, október 21, 2003

Fór til læknisins míns áðan, hennar Anne-Marie Seidenschnur vegna baksins á mér. Kostaði bara ekki krónu fyrir mig enda öll læknisþjónusta frí hér í Danmörku og skattar þá hærri í staðinn. Hún vísaði mér á sjúkraþjálfara og kenndi mér líka einhverjar æfingar til að þjálfa þessa stífu vöðva sem hafa verið að ónáða mig. Sé til með sjúkraþjálfarann og reyni æfingarnar fyrst. Svo þarf maður bara að fara að finna sér eitthvað fitness center hérna bráðum. Er komin með fráhvarfseinkenni frá Baðhúsinu!

Fynda var hjá þessum lækni að hún var með hundinn sinn inni á stofunni!! Hann var voða sætur en kannski pínulítið óviðeigandi á læknastofu! Kannski er maður sem Íslendingur bara svona pjattaður, veit ekki.

sunnudagur, október 19, 2003

Helgin er bara búin að vera fín. Reyndar lítið farið fyrir lærdómi eins og planað var en það stendur til úrbóta í dag. Á föstudaginn elduðum við kveðjumáltíð fyrir Agga og kíktum svo til vina hans frá Húsavík sem búa í Herlev. Svo var farið á bæjarrölt á eftir þannig að Aggi fékk ekki mikinn svefn þar sem hann átti að fljúga heim á hádegi. Laugardagurinn fór svo aðallega í leti hér á bæ en núna verður lært enda fríið á enda og skóli á morgun...

föstudagur, október 17, 2003

gaaaarrrg.................
Er búin að rembast eins og rjúpan við staurinn að losna við krabbameinið windows messenger úr tölvunni hjá mér...................... og loksins tókst það...

Tölvur geta reynt verulega á þolrifin hjá mér stundum. Ef einhver er í sömu vandræðum þá bíður lausnin hjá mér:)

Windows Messenger er e-k "evil" tvíburabróðir MSN Messenger og hann var settur upp á tölvunni þegar ég fékk hana. Keyrist alltaf upp og reynir að yfirtaka yndislega MSN Messengerinn minn.

Allt orðið gott aftur:)

Komin heim, ánægð með vel heppnaða ferð! Ótrúlega gott að koma á Hótel M&P, stjanað við mann í bak og fyrir. Held bara að ég hafi þyngst eitthvað á þessum 5 dögum.

Á föstudeginum fór ég beinustu leið í kirkju eins og góðri stúlku sæmir;) Kristín þurfti að sýna mér hvernig á átti að hegða mér í kirkjunni, ég átti nebbla að vera með ritningarlestur í brúðkaupinu hjá henni og Donna daginn eftir. Það gekk svo bara ljómandi vel og brúðkaupið æðislegt í alla staði. Við eyddum ca. hálfum tissue pakka í kirkjunni, Arna hafði vit á að mæta undirbúin! Eftir kirkjuna var svo komið við hjá Betu bjútí og hraðspólað yfir upptöku frá leiknum. Ég verð reyndar að játa að ég var nú meira spennt yfir brúðkaupinu en leiknum og nennti ekkert að fylgjast með þessu, frétti reyndar að þetta hefði eitthvað gengið illa hjá “strákunum okkar”. Eftir þetta var farið í salinn og teygað freyðivín þangað til brúðhjónin mættu. Svo var setið undir dýrindismat og skemmtilegum ræðum. Skemmtilegast var náttúrulega vídeóið frá gæsadeginum þar sem Kris fór á kostum. Við stelpurnar tókum svo Tinu-dansinn fyrir gesti undir lok veislunnar – héldum að því yrði aðeins betur tekið þegar fólk væri orðið “glaðara” og það gekk eftir. Við dönsuðum svo fram á rauða nótt og héldum nokkrar áfram á Nasa eftir veisluna. Ég reyndi mikið að ná brúðarvendinum þegar Kristín kastaði honum undir lok veislunnar og þó ég hafi sko aldeilis fórnað mér þá fékk ég bara nokkur rósablöð – segi ekki meira um það, býst við að þetta hafi verið kyrfilega fest á filmu og ég fái að sjá sjálfa mig í loftköstum á eftir vendinum alloft í framtíðinni!

Á sunnudaginn fór ég svo upp á Skaga að hitta “tengdafjölskylduna” og hélt áfram að troða mig út af góðum mat þar.

Síðan einkenndist ferðin nú bara af stússi og heimsóknum.

Þegar ég kom svo hingað út tóku Ívar og Aggi á móti mér á Hovedbane og við bara búin að vera að slæpast síðan enda frí í skólanum þessa vikuna. Ég er reyndar ein heima í dag og búin að læra smá. Ætli við töfrum svo ekki fram dýrindis síðustu kvöldmáltíð fyrir Agga í kvöld þar sem hann er að fara í fyrramálið.

föstudagur, október 10, 2003

Jæja, þá er ég bara ad fara heim eftir nokkra tíma. Sit reyndar hérna í skólanum og bíð eftir að tími byrji. Eftir tímann fer ég beinustu leið og tek lest út á Kastrup, jibbbbbbbbbbbiiiíííí.

Hérna er annars grenjandi rigning.. vona ad veðrið heima taki vel á móti:) Hlakka til að sjá þau ykkar sem ég hitti

mánudagur, október 06, 2003

Jæja, eitthvað þykir mér nú veðurútlitið ekki gott fyrir næstu daga á Íslandi. Ég er búin að panta þetta líka fína veður á brúðkaupsdag Kristínar og Donna, það er eins gott að þetta fari að breytast eitthvað. Geturðu ekki gert eitthvað í þessu Rikki?

Viljiði svo endilega fara að skrifa einhverjar athugasemdir hérna inn þetta gengur ekki, það er bara enginn búinn að nota nýja athugasemdakerfið nema Magga. Hún fær stóran plús í kladdann NB.

sunnudagur, október 05, 2003

Elsku allir!

Ef þið eruð búin að gleyma því hvernig við lítum út þá getið þið loksins skoðað myndir hérna inni á síðunni. Eftir mikla leit að stað til að geyma þessar blessuðu myndir á þá er niðurstaðan komin hér til vinstri. Ef einhver er að vandræðast með ókeypis geymslu á myndum þá get ég bent á www.community.webshots.com. Það er reyndar ekki hægt að geyma endalaust magn þarna enda kannski ekki von á því að við séum endalaust að setja inn myndir. Hérna er a.m.k. smá forsmekkur. Pabbi tók þessar þegar hann og mamma komu í heimsókn og næstu myndir koma örugglega ekki fyrr en við kaupum stafræna vél!! -hvenær sem það verður. Mér þykir ennþá of vænt um mína hefðbundnu vél. Er að bíða eftir fullkomnari stafrænum... - finnst þær óttalega ó-kreatífar eitthvað. Maður lætur samt sennilega undan digital pressunni bráðum.

Jæja, best að drífa sig í háttinn og reyna að ná átta tímunum...:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?