<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 19, 2003

Komum heim á morgun!
Tókum daginn með trompi, fórum í gymmið í morgun og komum svo heim að gera jólahreingerninguna og ætlum núna að skella okkur í að pakka. Erum farin að hlakka ansi mikið til að stíga aftur á íslenska fold:) Maður verður óttalega ættjarðarsinnaður svona í útlöndum. Flugið er kl. 12:05 og við reiknum með að koma í bæinn um fjögurleytið.

sjáumstumst eskurnar;-)

sunnudagur, desember 14, 2003

Aðeins 6 dagar í heimkomu!!!! Hlökkum ekkert smá til og ætlum að vera dugleg að læra þangað til svo við þurfum nú ekkert að líta í bækurnar í fríinu. Við eigum svo enn eftir 4 jólagjafir þannig að það fer amk einn dagur í það í næstu viku.

Fórum í bíó í gær á Love Actually og hún var bara fín og kom manni í gott skap. Hugh Grant stendur alltaf fyrir sínu og engin hætta á að hann leiki neitt annað en sama karakter í ÖLLUM myndum.

Vorum gasalega dugleg og skruppum í gymmið í morgun og svo höfum við hangið yfir bókunum og ég þarf víst að halda því áfram enda orðin andlaus eftir þessar fáu línur...

Hlakka til að sjá ykkur öll.....

laugardagur, desember 06, 2003

Rok og rigning!
Loksins kom ekta íslenskt veður hérna í Kaupmannahöfn. Byrjaði að rigna í gær og svo bætti heldur betur í vindinn. Vöknuðum oft í nótt við hávaðann í rokinu. Þurftum því miður að fara út í gær og hjóla á Öresundskollegie (hálftími hvora leið) til að undirrita samning um framleigu þar. Já, við erum sem sagt komin með íbúð sem við leigjum af dönsku pari sem er á leið til Sýrlands í lok janúar og koma ekki aftur fyrr en um miðjan ágúst. Það lítur því út fyrir að við séum komin með húsaskjól næsta hálfa árið. Eigum bara eftir að láta þann sem leigir okkur núna vita af þessu. Við vorum nefnilega búin að segja við hann að við gætum hugsað okkur að leigja út mars. Vonum að hann taki fréttunum ekkert of illa.

Vikan annars búin að vera ágæt, öll verkefnavinna búin hjá mér, fyrirlestrar gengu vel og ritgerðaskrif sömuleiðis. Nú taka bara við jólagjafakaup og lestur fyrir próf í janúar. Ívar er að vísu ennþá í tveimur kúrsum og nóg að gera við lestur.

Við ætlum að drífa okkur niður í bæ núna. Spurning hvort við verðum ekki bara grand á því og splæsum í strætó – það er ennþá nokkuð hvasst. Svo fer ég í afmæli til Siggu Birnu í kvöld og Guðnýjar annað kvöld – nóg að gera!

2 vikur í heimför, jibbííííí!

mánudagur, desember 01, 2003

Eitt verkefni búið og tvö eftir. Hélt fyrirlestur í morgun þar sem ég kynnti samnemendum og kennara verkefni sem ég hef unnið að seinustu vikurnar. Fyrir þá sem hafa áhuga (aðallega gamlir samnemendur) þá var þetta ArcIMS verkefni – fer ekki nánar út í það hér. Næsti fyrirlestur er svo á fimmtudaginn og þá kynni ég ásamt danskri stelpu annað verkefni. Svo er bara skil á ritgerð 9.des. í þriðja kúrsinum. Eftir það er hægt að fara að hlakka til jólanna og kaupa gjafir:=) Erum reyndar aðeins byrjuð á því – fórum á Strikið um helgina og rumpuðum nokkrum af. Eins gott að við skruppum á Strikið – við rákumst nefnilega á allt danska Idols liðið sem er í úrslitahópnum núna – var í biðröð í pylsuvagninum fyrir aftan einn þeirra. Já, maður er sko aldeilis kominn í kontakt við fræga fólkið hérna í Köben.

Annars er bara gleði í dag fyrir utan reyndar smá mígreni. Við ætlum nefnilega að sjóða okkur íslenska ýsu og kartöflur, takk fyrir. Ásta og Hemmi voru nefnilega svo frábær að koma með 7 sjófryst ýsuflök og saltfisk með sér. Við erum núna að fara að elda flak nr. 2 og ef það verður jafngott og nr.1 þá stefnir bara í sælumáltíð. Já, það breytist margt þegar maður fer til útlanda – fjöllin verða blárri og fiskurinn veislumatur. Veit reyndar ekki alveg með saltfiskinn...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?