<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 14, 2004

Jólin koma, jólin koma!
Jæja þá eru bara 3 dagar í heimför!! Get varla beðið eftir að hitta alla. Loksins er maður búinn með allar ritgerðirnar og getur andað aðeins léttar. Þetta er nú búin að vera meiri törnin. Byrjaði að skrifa í lok október og var að klára þetta núna, usss. 12500 orð að baki púffff. Núna tekur bara við að safna saman öllu draslinu sem ég þarf að taka með heim til að lesa fyrir prófin tvö sem ég fer í. Verður alveg súperskemmtilegt að eyða jólafríinu í það. Er nú samt eiginlega búin að ákveða að taka mér hlé í viku eða svo og safna kröftum, það veitir sko ekki af.

Hafið það gott öll þangað til við sjáumst:)



laugardagur, desember 04, 2004

Dauði og djö....!!!!

Hvað haldiði að hafi gerst. Fór í labbitúr áðan og gekk framhjá staðnum þar sem ég geymi hjólið mitt, hérna við endann á götunni og sé að það er horfið!!! argh! Flotta yndislega fjallahjólið með dempurum og allt! usssumfussumsvei! Er bara hundfúl. Ljótu ribbaldar hérna í St. Andrews. Alltaf átti ég nú von á að fáknum yrði stolið í Köben sem er alræmd fyrir hjólaþjófa en í saklausa litla skoska bænum hef ég engar áhyggjur haft. Fór til löggunar og gaf skýrslu. Þeir ætla að ganga í málið og tékka á þekktum þjófum hérna. Ég er nú ekkert voðalega bjartsýn. Fór til öryggis í hjólabúðina í bænum og sagði þeim að ef einhver kæmi til að gera við gíra á bláu Jamis hjóli þá ættu þeir að handsama viðkomandi og hringja strax í mig og lögguna. Ég hafði sjálf verið á leiðinni með hjólið í viðgerð, gírarnir eitthvað að klikka. Ansi fegin að ég var ekki búin að gera við það fyrir þjófana. Var að spá í að fara og kemba strætin í leit að hjólinu en ákvað að það væri nú kannski bara sniðugra að fara í að byrja á síðustu ritgerðinni sem þarf að skila... Já það saxast óðum á verkefnin sem betur fer og nú bara 2 vikur í heimför:)

Ætla að fara til Siggu og Elvars og drekkja sorgum mínum í kvöld... böhöhöhöhhhhhhh!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?