<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 19, 2005

5 ár að baki:)

Langaði bara aðeins að deila því með ykkur að við Ívar erum búin að vera saman í 5 ár í dagJ Frekar leiðinlegt að geta ekki eytt deginum saman en við bætum það upp þegar hann kemur til mín næstu helgi.

Það er virkilegt kuldaveður í St.Andrews núna og í augnablikinu er haglél! Það er reyndar búið að vera hið mesta vorveður síðan ég kom frá Danmörku, sól og frekar hlýtt. Annars skiptir veðrið mann svo sem ekki miklu máli í þessum litla bæ, tekur nánast 5 mínútur að fara hvert sem maður vill, í búðina, á kaffihús eða í skólann. Stundum á ég það til að fá smá innilokunarkennd vegna þess hve þetta er lítill bær.

En núna er 2.misseri í skólanum byrjað af krafti og er ég núna í 6 kúrsum sem mér finnst frekar mikið og ég er á hverjum degi í skólanum. Að vísu er bara próf í einum af kúrsunum í maí, hinum lýk ég með ritgerða- og verkefnaskilum. Mér líst mun betur á kúrsana þetta misserið en fyrir jól, fyrir utan einn sem er bara púra heimspeki!- ekki alveg my cup of tea en maður þrælar sér í gegnum þetta. Ofan á þessa 6 kúrsa þarf ég að vera að huga að því að gera rannsóknartillögu sem ég þarf að skila í maí. Svo er ég bara eiginlega búin að ákveða að koma heim í byrjun júní og skrifa ritgerðina að mestu heima. Ég vona að það gangi upp því að ég fæ enga sérstaka aðstöðu hérna og nenni ómögulega að hírast heilt sumar í litla herberginu mínu. Svo er ég bara búin að fá nóg af því að vera fjarri Ívari, ættingjum og vinum.

Jæja, best að snúa sér aftur að fyrirlestrarskrifum hérna á bókasafninu. Hafið það gott og sláið endilega á þráðinn sem fyrst:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?