<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 17, 2005

Ein í kotinu

Jæja þá er Ívar minn farinn til Köben enn einu sinni. Alltaf jafnerfitt að kveðjast, get bara ekki vanist því. Endilega skrifið inn skemmtileg comment til að hressa mig við:(

þriðjudagur, mars 08, 2005

Vorið er að koma!

Sælt veri fólkið. Hérna í St Andrews er bara vor í lofti, sól og blíða, og um leið verður lundin einhvern veginn léttari þótt maður hangi að mestu inni að læra. Við leyfum okkur reyndar þann lúksus að fara í góða göngutúra inn á milli.

Tíminn líður annars alveg svaðalega hratt, verðum bara komin heim í páskafrí eftir rúmar 2 vikur. Komum bæði 25. mars og verðum til 8.apríl. Síðan var ég að slá því föstu að vera heima í sumar. Fékk leyfi hjá prófessornum mínum að vera að mestu heima. Kem þó líklega í stutta skreppi hingað. Bókaði far heim 9.júní og mútta og pabbi ætla að koma og vera með mér hérna seinustu vikuna. Pabbi verður væntanlega að fussa og sveia yfir öllum breytingunum sem hafa orðið á bænum hans frá því hann sá hann síðast. Ég verð svo vonandi búin að viða að mér flestum heimildunum áður en ég fer og get svo bara rutt út úr mér 15000 orðum á no time! Verður alveg frábært að hanga inni í allt sumar að skrifa ritgerð. Er eiginlega bara að vona að það verði leiðindasumar hehe. Þyrfti í rauninni bara að skella mér svo í sólarlandaferð í september ;) - verst að það verður ábyggilega ekki mikið eftir í buddunni fyrir svoleiðis lúxus.

Annars er nú ekki mikið að frétta. Ætlum reyndar að skreppa til Aberdeen næstu helgi og vera eina nótt hjá Agli samnemanda okkar úr landafræðinni heima. Hann er þar í doktorsnámi ásamt konu og börnum. Kata, annar samnemandi, sem er í master í Edinborg ætlar að pikka okkur upp hérna á laugardaginn og svo verður bara þeyst norður eftir:) Verður skemmtilegt að sjá aðeins meira af Skotlandi.

Cheers!

miðvikudagur, mars 02, 2005

Bloggibloggiblogg!

Ákvað að koma með eitt oggulítið blogg og reyna að stoppa þennan veðurfréttavítahring sem þetta blogg er komið í:) Ekki svo sem mikið að frétta, annað en það að ég er alveg afskaplega hamingjusöm með að vera búin að fá kallinn minn í heimsókn. Við erum búin að hafa það mjög gott frá því að hann kom, vera dugleg að læra og líka dugleg að slappa af á kvöldin. Ætlum að skreppa í kvöld til Siggu og Elvars og elda gómsætt nautakjöt og horfa svo á Desperate Housewives eins og venja er á miðvikudagskvöldum hjá okkur Siggu. Best að reyna að koma Ívari upp á þetta líka. Afspyrnuskemmtilegir þættir þegar maður er kominn inn í þá:) Held það eigi að byrja að sýna þá heima bráðum...

jæja ætlum að drífa okkur í mat núna... út í haglélið! (úps! missti þetta út úr mér;))

This page is powered by Blogger. Isn't yours?