<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar :)

Langaði bara rétt að óska öllum gleðilegs sumars, held alveg örugglega að það sé rétt hjá mér að Sumardagurinn fyrsti sé í dag. Ég er ekki búin að fá neina sumargjöf ennþá en lenti í mjög skemmtilegu atviki í morgun. Var á leiðinni til tölfræðikennarans míns til að ræða verkefni við hann og á leiðinni þangað gekk ég í gegnum þröngt húsasund. Ég var niðursokkin í skemmtilegar tölfræðipælingar á leiðinni og brá því ekkert smá mikið þegar skyndilega opnast dyr og út kemur þessi þvílíka vatnsgusa! Beint framan í mig! Það voru sem sagt einhverjir strákar að leika sér inni í húsinu og einn rýkur á dyrnar eltur af öðrum með fullan brúsa af köldu vatni. Ég varð sem sagt svo heppin að lenda í miðjum leiknum! Ágætis sumargjöf sem sagt og ég kom holdvot til kennarans. Eftir þetta er reyndar dagurinn bara búinn að fara batnandi, náði að leysa tölfræðiverkefni og fékk til baka ritgerð og mjög góða einkunn fyrir hana. Er bara alveg í skýjunum og svo er golfið á eftir í þokkabót:)

Vona að þið eigið öll súper góðan dag:)

sunnudagur, apríl 10, 2005

Komin til Skotlands!

Jæja þá er maður komin út eftir frábæra dvöl heima í tvær vikur. Þótt tímanum heima hafi að mestu verið eytt í lærdóm þá náði maður líka að kíkja á fólkið sitt í Reykjavík og á Skaganum. Skruppum meira að segja í smá golf á Skaganum:)

En nú er það síðasta törnin hérna úti áður en maður fer heim í júní. Já þetta verður sko törn! En Ívar ætlar að koma til mín næstu helgi og vera eins lengi og ritgerðin leyfir.

Hérna er annars farið að hlýna nokkuð, hitinn í dag í 15 stigum og búist við meiri hita á morgun. Fór í göngutúr áðan og það var fullt af fólki í göngu á ströndinni og í bænum. Það er greinilega farið að vora hérna sem betur fer.

Jæja, aftur í ritgerðarskrif:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?