<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 27, 2005

Til hamingju cand.scient Ívar Örn;)

Ívar var að hringja og ég er barasta alveg að springa úr stolti. Hann stóð sig alveg glæsilega og náði sér í 11 í einkunn sem samsvarar svona u.þ.b 9.7 á íslenskum kvarða. 13 er allrahæst og 12 er ekki inni í skalanum. Hann fékk rosalega góð ummæli frá kennurunum og prófdómarinn sagði að þetta væri alveg virkilega góð ritgerð sem hann hefði notið þess að lesa. Ívar er auðvitað alveg í skýjunum sem og ég:) Verst að ég get ekki fagnað með honum í dag. Það bíður þangað til hann kemur heim á fimmtudaginn!

sunnudagur, júní 05, 2005

Upp á við!

Þá fer bara dvölinni hérna í St.Andrews að ljúka. Ég er ekki alveg búin að ná þessu ennþá held ég. Árið er búið að líða ótrúlega fljótt þótt það hafi verið strembið. Ég á alveg pottþétt eftir að sakna þessa litla bæjar mikið. Hérna er allt svo nálægt manni að maður getur gengið allt; skólinn, búðirnar, bankinn, pósthúsið, bókasafnið, bíóið, veitingastaðirnir, allt er þetta í innan við 500 metra göngufjarlægð. Ég hlakka sko örugglega ekki til að koma heim í umferðateppurnar eftir að hafa verið hérna. En ég hlakka mjög mikið til að koma heim og hitta vini og vandamenn. Það á ábyggilega eftir að verða eitthvað skrítið að vera ekki að fara út strax aftur en það verður æði að hafa allt dótið mitt á sama stað.... eða svona næstum allt. Ívar kemur auðvitað með seinasta hlutann af því þegar hann kemur frá Danmörku. Það hefði annars verið voða gaman að geta bara komið heim og tekið sér smá sumarfrí. En ég þarf víst að fara að hanga inni við lærdóminn þar til í lok ágúst:(

Annars eru síðustu dagar búnir að vera fínir. Fór út að borða með skólafélögum og horfði á svakalegan lokaþátt í Desperate hjá Siggu. Svo hitti ég aftur bekkinn á föstudaginn og við fórum á bóndabæ hérna rétt fyrir utan bæinn að tína jarðaber í sól og hita. Núna á ég soldið mikið af jarðaberjum sem ég þarf að reyna að klára, missti mig aðeins í tínslunni! Ætli ég píni þau ekki ofan í múttu og pabba þegar þau koma á eftir. Hlakka mikið til að sjá þau. Þau eru búin að vera í Glasgow í 2 daga og koma svo hingað um eittleytið í dag. Ég ætti eiginlega aðeins að taka til í 7 fermetra herberginu mínu - já ég var að mæla það rétt áðan. Svona kannski í minna lagi, en þetta gat maður og m.a.s. gátum við Ívar verið hérna saman í mánuð. Fyrst við gátum það þá getum við allt held ég! En núna liggur leiðin bara upp á við....:-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?